Á jólunum er öllu tjaldað til í mat og drykk. Flestir eru vanafastir og halda í hefðirnar en tilvalið er að finna einhverjar nýjar og spennandi uppskriftir til að bera fram með matnum. Löng hefð er fyrir því að hafa rauðkál og rauðrófur á þessum árstíma en það jafnast fátt á við að hafa þessar kræsingar heimalagaðar. Eins getur gott jólamauk lyft steikinni í hæstu hæðir. Hér bjóðum við upp á dásamlegar uppskriftir úr rauðu og jólalegu hráefni sem gera allan hátíðarmat enn betri. Sumar uppskriftirnar eru auk þess tilvaldar sem matarjólagjafir.
Heimagert jólarauðkál með
eplum og kanil
Þetta rauðkál er tilvalið að gera daginn áður því þá nær það að draga í sig kryddið og bragðið verður dýpra fyrir vikið. Rauðkálið er bæði gott heitt og kalt.
1 lítill
...