Við eigum að vera óhrædd við að verja kristin gildi og fræðslu um þau, enda eru þau grunngildi samfélags okkar.
Diljá Mist Einarsdóttir
Diljá Mist Einarsdóttir

Diljá Mist Einarsdóttir

Kristin trú er órjúfanlegur hluti íslenskrar sögu og menningar. Það hefði því ekki átt að koma mér á óvart, sem það þó gerði, hversu mikill áhugi fólks er á að við þingmenn tökum þessi mál upp. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins taka þessi mál reglulega upp í þinginu og í opinberri umræðu og er þakkað vel og innilega fyrir af fjölda fólks.

Ég hef m.a. fjallað um rótgróna, áratuga hefð fyrir aðventuheimsóknum grunnskólabarna í kirkjuna. Undanfarin ár hefur verið sótt að kristinni trú og kristnu fólki um allan heim. Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur skipað sér í þann flokk. Þannig hefur hann alið á sundurlyndi hjá þjóðinni með því að gera kirkjuheimsóknir skólabarna tortryggilegar, m.a. á aðventunni, og þrengt að trúfrelsi barna með sérstökum reglum. Þessar sérreykvísku reglur eru á skjön við reglur stjórnvalda og

...