Baráttuaðferðir kennaraforystunnar vekja víða furðu. Hér að framan í blaðinu er rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, sem gagnrýnir bæði launakröfur og baráttuaðferðir þeirra sem ráða ferðinni hjá kennurum.
Gagnrýnin snýr annars vegar að kröfunum nú þegar árangur sé farinn að sjást af samningum síðasta vetrar í lægri vöxtum og verðbólgu.
Hins vegar furðar Sólveig Anna sig á að valdir séu úr nokkrir skólar en aðrir sleppi.
Takmörkuð skæruverkföll hafa raunar sést áður, meðal annars af hálfu Eflingar, en aldrei þó með jafn ósanngjörnum hætti og nú þegar lítið hlutfall barna og foreldra verður illilega fyrir barðinu á verkföllunum en langflestir sleppa alveg.
Þetta er óskiljanleg nálgun og sagðist Guðni Th.
...