Verðbólguspá Seðlabankans er orðin í það bjartsýnasta en engu að síður er nær öruggt að verðbólga lækki nægilega til að styðja við frekari vaxtalækkanir á næstu fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greiningu sem Hafsteinn Hauksson aðalhagfræðingur Kviku sendi frá sér í tilefni vaxtalækkunar Seðlabankans.
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti um 50 punkta á fundi sínum á miðvikudag.
Kvika spáir því að stýrivextir verði lækkaðir um 175-200 punkta á næsta ári, sem samsvarar 25-50 punkta lækkun á hverjum fundi nefndarinnar árið 2025. Næsta vaxtaákvörðun verður tilkynnt á fundi peningastefnunefndar 5. febrúar næstkomandi og er því ljóst að það er nokkuð langt í næsta fund.
„Þótt verðbólgan stefni í rétta átt er þó enn þörf á þéttu raunaðhaldi á meðan verðbólga er jafnfjarri markmiði og raun ber vitni. Athygli vekur að nefndin líti á mikinn uppsafnaðan sparnað heimilanna sem einn helsta áhættuþáttinn fyrir verðbólguhorfurnar,“ segir
...