Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Úkraínsk stjórnvöld lýstu því yfir í gær að Rússar hefðu skotið langdrægri skotflaug, sem náð getur á milli heimsálfa, í loftárás sinni á borgina Dnípró í gærmorgun. Slíkar flaugar, sem nefnast á ensku Intercontinental Ballistic Missile eða ICBM, eru hannaðar með drægi yfir 5.500 kílómetra og eru þær flestar hannaðar með notkun kjarnorkuvopna í huga.
Flaugin sem Rússar skutu á Dnípró var hins vegar ekki búin kjarnaoddum, en á myndböndum af loftárásinni má sjá allt að sex mismunandi sprengjuodda lenda á borginni, en ekki virðist hafa verið sprengiefni í þeim.
Ef rétt reynist er þetta í fyrsta sinn sem ICBM-flaug er beitt í hernaði, en Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, neitaði að tjá sig þegar hann var spurður í gær um hvort
...