Helena Guðmundsdóttir er fædd 22. nóvember 1974 í Reykjavík. „Ég ólst upp í Mosfellsbæ þar sem foreldrar mínir fengu úthlutað þar húsi eftir að nýbyggt hús þeirra fór undir hraun í gosinu í Vestmannaeyjum 1973. Annars hefði ég eflaust verið alin upp í Eyjum. Mamma og pabbi byggðu svo annað hús í Mosfellsbæ.“
Helena kláraði grunnskólanám þar en flutti svo til Reykjavíkur og seinna í Hafnarfjörð. Hún fór í nám í Skrifstofu- og ritaraskólanum og svo Viðskipta- og tölvuskólanum.
Árið 1996 kynntist Helena fyrri sambýlismanni sínum og barnsföður, Héðni Mara Kjartanssyni. „Við ákváðum að flytja til Akureyrar 1999 og keyptum þar íbúð og ólum þar upp börnin okkar þrjú. Þegar við fluttum norður hóf ég störf á launadeild Akureyrarbæjar þar til ég fór í fæðingarorlof 2001.
Mig langaði alltaf
...