„Pabbi minn lést árið 2017 og afi fór svo árið 2019. Þeirra nærvera var alltaf mjög stór partur af hátíðinni. Í dag tölum við þó mikið um þá á jólunum, segjum sömu brandarana og afi sagði á hverju ári, hlustum á tónlistina sem þeir spiluðu alltaf og skálum fyrir þeim.“
Brynja er þakklát móður sinni fyrir að hafa búið til sanna jólastemningu sem fylgir henni allar götur síðan.
Brynja er þakklát móður sinni fyrir að hafa búið til sanna jólastemningu sem fylgir henni allar götur síðan. — Morgunblaðið/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Árið 2022 ákvað Brynja að breyta til og flutti til Parísar til að læra UX/UI Design sem er, fyrir þá sem ekki þekkja, nám í hönnun á smáforritum. „Það má segja að þetta nám hafi verið aðeins meira skylt bakstrinum en verkfræðinni því að þarna var ég að vinna innan ákveðins ramma en á sama tíma fær sköpunargleðin mín útrás rétt eins og í bakstrinum. Nema þá á ég ekki allt uppvaskið og fráganginn eftir þegar hönnuninni er lokið,“ segir Brynja.

Fær útrás fyrir fönduráráttuna í gegnum baksturinn

Hún segist hafa verið dugleg við bakstur um langa hríð. „Það sem mér finnst svo ágætt við baksturinn er að maður bakar fyrir ákveðna viðburði eins og afmæli, brúðkaup, skírn eða bara þegar stelpurnar koma í kaffi, síðan er kakan borðuð og ég sit ekki uppi með föndur eftir sjálfa mig sem ég tími ekki að henda,“ segir hún og hlær. „Í dag er baksturinn meira áhugamál

...