Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og sérfræðingur í málefnum Úkraínustríðsins, segir mikla þreytu komna í heimamenn. Síendurteknar herkvaðningar taki toll. Hann segir sigurlíkur Úkraínumanna hafa minnkað til muna sökum þess hve bandlagsþjóðir tóku…
Dagmál Valur Gunnarsson ræðir um stöðuna í Úkraínustríðinu.
Dagmál Valur Gunnarsson ræðir um stöðuna í Úkraínustríðinu. — Morgunblaðið/Kristófer Liljar

Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og sérfræðingur í málefnum Úkraínustríðsins, segir mikla þreytu komna í heimamenn. Síendurteknar herkvaðningar taki toll. Hann segir sigurlíkur Úkraínumanna hafa minnkað til muna sökum þess hve bandlagsþjóðir tóku dræmlega í að senda vopn til Úkraínu á síðustu tveimur árum. Hann segir hugmyndir Donalds Trumps og stríðshauka í nýlega myndaðri ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki slæmar og þær gætu bundið enda á stríðið. Að líkindum þurfi heimamenn að átta sig á því að þeir þurfi að láta landsvæði af hendi ef til friðarviðræðna kemur.

Víglínan hefur haldist nær óbreytt frá árinu 2022 og telur Valur ákvörðun Úkraínumanna um að beita jarðsprengjum sýna að varnir séu þeim efst í huga um þessar mundir fremur en sókn.