Hjarta- og lungnaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson veitti um 70 til 80 manns ókeypis læknisþjónustu þegar hann var í hæðaraðlögun í krefjandi og hættulegum fjallgöngum í þriggja vikna ferð til Nepal á dögunum, þar sem hann kleif fjöllin Lobutche…
Á toppnum Pema Sherpa og Tómas Guðbjartsson á toppi Ama Dablam. Makalu, eitt hæsta fjall í heimi, í baksýn.
Á toppnum Pema Sherpa og Tómas Guðbjartsson á toppi Ama Dablam. Makalu, eitt hæsta fjall í heimi, í baksýn.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Hjarta- og lungnaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson veitti um 70 til 80 manns ókeypis læknisþjónustu þegar hann var í hæðaraðlögun í krefjandi og hættulegum fjallgöngum í þriggja vikna ferð til Nepal á dögunum, þar sem hann kleif fjöllin Lobutche (6.112 m) og Ama Dablam (6.812 m) með heimamanninum Pema Sherpa. Þá gaf hann heilsugæslustöðvum í Khumbu-dal skurðverkfæri og afganginn af lyfjunum, meðal annars hjarta- og sýklalyf, og færði Hamas-sjúkrahúsinu í Katmandú lífrænar og ólífrænar hjartalokur að gjöf fyrir fátæk börn og unglinga með meðfædda hjartagalla. „Þetta var erfið ferð og ég léttist um átta kíló, en mjög gefandi,“ segir hann.

Á öðrum degi fékk Tómas skæða iðrakveisu og háði hún honum á fyrri hluta ferðarinnar, en hann fékk síðan meðferð á

...