Heitar umræður sköpuðust í Ísland vaknar þegar hlustendur ræddu vinasambönd fólks sem er sitt af hvoru kyninu við þá Bolla Má og Þór Bæring. Einn gagnkynhneigður karlmaður sagðist ekki treysta sér til að eiga vinkonur vegna líkamlegs aðdráttarafls. „Ég er rosamikill brjóstakall og það er ekkert gott fyrir mig að eiga vinkonu þegar ég á kærustu,“ sagði hann í beinni útsendingu. Önnur kona sem hringdi inn benti á að hún væri í sambandi með konu en ætti samt margar vinkonur, sem væri aldrei vandamál. Umræðurnar má finna á K100.is.