„Mér finnst aðfangadagskvöld vera kvöldið til að prófa eitthvað nýtt en að því sögðu finnst mér sykurbrúnaðar kartöflur alltaf eiga sinn stað á matarborðinu.“

Ísak er fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins og hefur verið meðlimur í því í sex ár. Hann ætlar sér stóra hluti með liðinu og keppir á næsta heimsmeistaramóti 2026. Hann starfar nú á Múlakaffi en áður kokkaði hann á Michelin-stöðum í Suður-Frakklandi og í Lundúnum.

„Á þessu ári keppti ég í keppninni Kokkur ársins sem er haldin árlega í Ikea og lenti í öðru sæti. Ég ætla að taka þátt aftur í ár og stefni ótrauður á fyrsta sætið,“ segir Ísak ákveðinn. Hann tók einnig þátt í Ólympíuleikunum í matreiðslu með íslenska kokkalandsliðinu sem kom heim með bronsið eftir frækilega frammistöðu.

Klassískar jólahefðir í bland við nýjungar

Ísak er hrifinn af matseldinni kringum hátíðirnar og hefur gaman af því að breyta aðeins til, breytir uppskriftum og gerir að sínum.

„Ég ólst upp við mjög klassískar

...