„Greni í vösum hér og þar er alltaf fallegt og við notum það mikið til að skreyta okkar heimili á aðventunni. Látlaus skreyting, lifir lengi og getur eiginlega ekki klikkað. Það er allur gangur á því frá ári til árs hvernig fer með jólatréð, hvort það sé lifandi eða gervi. Við kjósum lifandi jólatré fram yfir gervi en það fer eftir því hvað hentar hverju sinni hvort verður fyrir valinu.“

Guðfinna er ein systranna hjá hönnunarfyrirtækinu VIGT, sem framleiðir húsgögn og fylgihluti. Fyrirtækið er samstarf móður og þriggja dætra,
sem hefur framleitt vörur helgaðar heimilinu síðan 2013. Þær leggja áherslu á einfaldleika, gæði og réttsýni sem er einmitt í anda jólaskreytinganna
hennar Guðfinnu.

„Jólin og aðdragandi jóla er sérstakur tími fyrir okkur fjölskylduna. Tími þar sem við gerum okkur dagamun. Tími hefða og minninga. Við höldum í gamlar hefðir, sköpum nýjar. Minnumst og búum til minningar. Jólin eru sköpun, við erum á einn eða annan hátt að skapa ævintýri og upplifun. Það er mikilvægt að ætla sér ekki um of í undirbúningi til þess að njóta þessa tíma,“ segir Guðfinna.

Aðspurð segist Guðfinna vera hrifnust af hinu stílhreina. „Við reynum að stilla upp á einfaldan og fyrirhafnarlítinn hátt. Að upplifa ró við matarborðið er

...