Þrátt fyrir að vera einungis 19 ára gömul skrifaði bikarmeistarinn Fanney Inga Birkisdóttir undir þriggja ára samning við sænska knattspyrnufélagið Häcken á dögunum en hún er uppalin hjá Val á Hlíðarenda
Häcken Fanney Inga Birkisdóttir talar reiprennandi sænsku eftir að hafa búið í Svíþjóð á sínum yngri árum.
Häcken Fanney Inga Birkisdóttir talar reiprennandi sænsku eftir að hafa búið í Svíþjóð á sínum yngri árum. — Ljósmynd/Häcken

Svíþjóð

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Þrátt fyrir að vera einungis 19 ára gömul skrifaði bikarmeistarinn Fanney Inga Birkisdóttir undir þriggja ára samning við sænska knattspyrnufélagið Häcken á dögunum en hún er uppalin hjá Val á Hlíðarenda.

Hlutirnir hafa gerst hratt hjá markverðinum unga en hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik í efstu deild 1. október árið 2022 með Valsliðinu.

Hún varð svo markmaður númer eitt hjá Val í fyrra eftir að Sandra Sigurðardóttir lagði hanskana á hilluna og varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Valsliðinu tímabilið 2023. Í sumar varð hún svo bikarmeistari.

Frammistaða hennar í fyrra skilaði henni sæti í landsliðinu og er óhætt að segja að hún hafi

...