Eldra fólk á að fá heiðurssess í heilbrigðiskerfinu.
Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir

Kristrún Frostadóttir

Eldra fólk á að fá heiðurssess í heilbrigðiskerfinu. Þess vegna ætlar Samfylkingin að leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks – fáum við til þess traust í kosningunum 30. nóvember.

Öldrunarþjónusta virkar ekki sem skyldi á Íslandi. Of margar fjölskyldur hafa kynnst því af eigin raun, og ég get fullyrt sjálf að það er sár upplifun.

„Það særir þjóðarstoltið að horfa upp á stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Eldra fólk er látið liggja frammi á spítalagangi eftir að hafa stritað alla ævi – því það fær ekki þjónustu við hæfi,“ sagði kona um sjötugt á fundi Samfylkingar á Sauðárkróki í fyrra.

Við ætlum að laga þetta

Okkur er alvara. Þess vegna héldum við 40 opna fundi um heilbrigðismál

...