Staðan kom upp í efstu deild, úrvalsdeild, fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Úkraínski alþjóðlegi meistarinn Vladyslav Larkin (2.469) hafði hvítt gegn kollega sínum Hilmi Frey Heimissyni (2.384)
Hvítur heldur jafntefli
Hvítur heldur jafntefli

Staðan kom upp í efstu deild, úrvalsdeild, fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Úkraínski alþjóðlegi meistarinn Vladyslav Larkin (2.469) hafði hvítt gegn kollega sínum Hilmi Frey Heimissyni (2.384). Fyrr í skákinni hafði sá úkraínski verið þremur peðum yfir og með unnið endatafl. Þegar hér var komið sögu þurfti hann að finna leiðir til að bjarga taflinu og það gat hann gert með því að leika 64. Bd8! þar eð þá nær hvítur tökum á a1-h8-skálínunni og getur þannig komið í veg fyrir að a-peð svarts renni upp í borð. Hvítur lék hins vegar: 64. b8=D?? Bxb8 65. Bxb8 og eftir 65. … Kd5! var svarta staðan gjörunnin þar eð engin leið var til að stöðva a-peð svarts. Lok skákarinnar urðu: 66. Ke3 a2 67. Kf4 a1=D 68. Kg5 Ke6 69. Bf4 Df6+ og hvítur gafst upp. Stutt í að heimsmeistaraeinvígið hefjist.