Skjálftahrina á Sundhnúkagígaröðinni hófst um klukkan 22.30 á miðvikudagskvöld og braust eldgos út 44 mínútum seinna. Fyrirvarinn var því nokkuð stuttur en skjálftum á gígaröðinni hafði ekki fjölgað mikið vikurnar á undan, en það hefur í fyrri eldgosum á Reykjanesskaga verið fyrirboði eldgoss
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Skjálftahrina á Sundhnúkagígaröðinni hófst um klukkan 22.30 á miðvikudagskvöld og braust eldgos út 44 mínútum seinna. Fyrirvarinn var því nokkuð stuttur en skjálftum á gígaröðinni hafði ekki fjölgað mikið vikurnar á undan, en það hefur í fyrri eldgosum á Reykjanesskaga verið fyrirboði eldgoss.
Jarðskjálftavirkni minnkaði verulega stuttu eftir að gos hófst og fáir skjálftar mældust á svæðinu í gær. Aflögun mældist fyrstu
...