„Hann vildi helst engin jól, eða bara svona lítil og mínimalísk jól. Hann er alinn upp af einstæðri móður og kannski litaður af því. Jólin hjá honum voru mjög róleg, algjör andstæða þess sem ég upplifði í æsku. Við reynum að finna hinn gullna meðalveg yfir hátíðirnar, rólegheit og kaótík.”
Vala hefur komið sér einstaklega vel fyrir í fallegu húsi í Mosfellsdal ásamt eiginmanni sínum og börnum þeirra.
Vala hefur komið sér einstaklega vel fyrir í fallegu húsi í Mosfellsdal ásamt eiginmanni sínum og börnum þeirra. — Morgunblaðið/Karítas

Líf Völu tók jákvæðum breytingum fyrir átta árum þegar Ásgeir Ragnarsson lögmaður kom óvænt inn í líf hennar og fylgdi með honum einn sonur. Sjálf var hún þriggja barna móðir þegar þau kynntust og urðu ástfangin. Ekki leið á löngu þar til fjölgaði í barnahópnum þegar þau eignuðust tvær dætur, bæði þá komin á fimmtugsaldurinn.

Vala er mikið jólabarn og veit fátt betra en að eiga notalegar stundir með fjölskyldunni yfir hátíðirnar. Hún og fjölskylda hennar halda fast í íslenskar jólahefðir en hafa einnig mótað nýjar með það að markmiði að skapa ógleymanlegar minningar. Jólin verða þó fjölskyldunni erfið í ár en sonur Ásgeirs, Leó, kvaddi þennan heim fyrr á árinu og munu þau hugsa hlýtt til hans um jólin um leið og þau syrgja góðan dreng.

Með léreftspoka fullan af gjöfum

Vala er úr stórri og samheldinni fjölskyldu sem á það sameiginlegt að elska jólin. Hún

...