„Ég er mikið fyrir gjafir sem snúast um að deila góðum stundum með öðrum. Hvort sem það er ferð, eitthvað nýtt sem við prófum saman eða bara einfaldlega að hafa gaman.“
Jón Breki Jónas er alinn upp í Danmörku að mestu og hefur danski einfaldleikinn haft mikil áhrif á hann. Hann hefur alltaf sótt í skapandi umhverfi og tísku og starfar nú hjá Galleri 17 þar sem hann hefur bæði áhrif og fær innblástur frá ólíku fólki og tískunni í kring.
„Eftir að ég flutti til Íslands hef ég orðið fyrir áhrifum frá litríku íslensku umhverfi. Fyrir mér snýst tíska ekki aðeins um föt heldur líka tjáningu, gleði og stundum smá tilraunastarf,“ segir Jón Breki.
En hvernig verður jólatískan í ár?
„Hún
...