Fasteignamarkaðurinn Rúmlega 44% íbúða til sölu eru nýjar íbúðir.
Fasteignamarkaðurinn Rúmlega 44% íbúða til sölu eru nýjar íbúðir. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Heildarvelta á íbúðamarkaði hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða fækkun kaupsamninga miðað við vor- og sumarmánuði. Aukið framboð á fasteignamarkaði má að miklu leyti skýra með fjölda nýrra íbúða sem komið hafa á markað í ár og selst hægt, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega 44% íbúða til sölu á höfuðborgarsvæðinu eru nýjar íbúðir.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Grindavík hefur haft áhrif

Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins er hlutdeild nýrra íbúða í framboði einnig sögulega mikil, en tæplega 41% allra íbúða til sölu á svæðinu er í nýbyggingum. Á landsbyggðinni er hlutdeild nýbygginga einnig sögulega mikil, en þó er hún nokkuð minni en á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess.

...