Reykborð og leikföng úr stáli
Þýskir hnotu- og birkilampar ásamt amerískum þriggja arma gólflömpum þykja eitt það flottasta sem hægt er að fá í stærri gerðina af jólapakka á 6. áratugnum
Líka sérstök reykborð – með ljósum, öskubökkum, sígarettuboxi og vindlakveikjara. Það þótti ekkert dónalegt við að reykja inni, ekki einu sinni í fermingarveislum, og hvað þá að gefa sérstaka jólavindla, vindlaveski og zippo-kveikjara eða fallega heimilismuni sem geymdu sígarettur og hægt var að bera fram.
Annar pakki sem tók dálítið pláss undir trénu innihélt værðarvoð frá Álafossi og einum hlut var alls ekki pakkað inn; kæliskáp. Kæliskápur var jólagjöf þessara ára þegar hann varð að almenningseign en hafði áður verið gjöf þeirra efnuðu. Heimilistækin héldu innreið sína, hvort sem það voru
...