Rauðglóandi hraun þekur nú bílastæði og allt aðkomusvæði gesta við annálaðasta ferðamannastað landsins, eftir að jarðeldar brutust út við Sundhnúkagíga og hraunelfur tók að streyma þaðan í vestur, yfir Grindavíkurveg og meðfram þeim varnargörðum sem …
Atli Steinn Guðmundsson
Skúli Halldórsson
Rauðglóandi hraun þekur nú bílastæði og allt aðkomusvæði gesta við annálaðasta ferðamannastað landsins, eftir að jarðeldar brutust út við Sundhnúkagíga og hraunelfur tók að streyma þaðan í vestur, yfir Grindavíkurveg og meðfram þeim varnargörðum sem reistir hafa verið við Svartsengisvirkjun og Bláa lónið. Þeim skörðum sem voru á görðunum var lokað skömmu áður en snarkandi hrauntungan liðaðist þar fram hjá, svo segja má að hurð hafi skollið nærri hælum. Eldsumbrotin komu enda vísindamönnum á
...