Nú er bara vika í kosningar. Í því ljósi var heldur kómískt að fletta í gegnum heilan bækling Sjálfstæðisflokksins sem fylgdi með Morgunblaðinu í gær.
Honum var ætlað að kynna fólki hvað átti að gera öðruvísi núna en síðustu sjö ár af vinstristjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Öðruvísi en stjórnlaus útlendingamál og óvarin landamæri. Öðruvísi en fullkomin óráðsía í ríkisfjármálum. Öðruvísi en stækkandi bákn, fleiri opinberir starfsmenn, sligandi byrðar á almenna borgara, verkstol í orkumálum, frosinn húsnæðismarkaður og svo mætti lengi telja. En ókei, eitthvað öðruvísi sem sagt.
Umbúðirnar voru þarna, dýr hönnun og dýr bæklingur, en í efnistökum var slegið nokkuð kunnulegt stef – öll helstu áherslumál Miðflokksins voru mætt í bæklinginn – lausnir á vandamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn skapaði síðustu
...