Alþjóðaglæpadómstóllinn ICC gaf í gær út handtökuskipanir á hendur forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, og Mohammed Deif, leiðtoga hernaðararms hryðjuverkasamtakanna Hamas, en mennirnir …
Gasasvæðið Netanjahú kannaði aðstæður á Gasasvæðinu fyrr í vikunni.
Gasasvæðið Netanjahú kannaði aðstæður á Gasasvæðinu fyrr í vikunni. — AFP/Ísraelsríki

Alþjóðaglæpadómstóllinn ICC gaf í gær út handtökuskipanir á hendur forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, og Mohammed Deif, leiðtoga hernaðararms hryðjuverkasamtakanna Hamas, en mennirnir þrír eru grunaðir um glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi.

Í rökstuðningi dómstólsins sagði að hann hefði rökstuddan grun um að Netanjahú og Gallant bæru ábyrgð á því að hafa vísvitandi beitt hungri sem vopni í átökunum á Gasasvæðinu, en slíkt telst vera stríðsglæpur að alþjóðalögum. Sagði í rökstuðningi dómstólsins að skortur á matvælum, vatni, rafmagni og eldsneyti auk vissra lyfja hefði búið til aðstæður sem hefðu leitt til þess að óbreyttir borgarar dóu, þar á meðal börn.

Þá bæru Netanjahú og Gallant einnig ábyrgð sem borgaralegir yfirmenn fyrir að gefa fyrirskipanir um vísvitandi

...