Gert er ráð fyrir kostnaði við byggingu nýs fangelsis á Stóra-Hrauni upp á 14,4 milljarða króna í gildandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en áformað er að framkvæmdir hefjist í maí á næsta ári. Mannvirkið á að vera tilbúið í lok árs 2028
Fangelsi Yfirlitsmynd af fangelsinu sem byggt verður á Stóra-Hrauni, en sú jörð stendur við hlið Litla-Hrauns, þar sem nú er stærsta fangelsi landsins.
Fangelsi Yfirlitsmynd af fangelsinu sem byggt verður á Stóra-Hrauni, en sú jörð stendur við hlið Litla-Hrauns, þar sem nú er stærsta fangelsi landsins. — Tölvumynd

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Gert er ráð fyrir kostnaði við byggingu nýs fangelsis á Stóra-Hrauni upp á 14,4 milljarða króna í gildandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en áformað er að framkvæmdir hefjist í maí á næsta ári. Mannvirkið á að vera tilbúið í lok árs 2028. Verkefnið var kynnt á fundi á Eyrarbakka á miðvikudag.

„Þegar ég kom í dómsmálaráðuneytið á síðasta ári var búið að ákveða að gera endurbætur á fangelsinu á Litla-Hrauni sem kosta áttu

...