Tuttugasta og sjötta hefti tímaritsins Orðs og tungu er komið út. Í tilkynningu segir að tímaritið sé helgað rannsóknum á íslensku máli en það hafi um árabil verið mikilvægur vettvangur fyrir fjölbreytt fræðastarf á sviði málvísinda, orðfræði og nafnfræði. Segir þar jafnframt að í heftinu megi finna fimm ritrýndar greinar sem fjalli um margvísleg og spennandi viðfangsefni, meðal annars eftir þau Ingunni Hreinberg Indriðadóttur, Þórhall Eyþórsson, Martinu Huhtamäki, Veturliða Óskarsson og Þorstein G. Indriðason. Auk þess eru í heftinu fimm óritrýndar smágreinar, en heftið er aðgengilegt öllum í rafrænu formi á vefsíðu tímaritsins. Prentaða útgáfu heftisins má hins vegar nálgast í bókabúðum eða panta hjá Bóksölu stúdenta, en ritstjórar eru þeir Ellert Þór Jóhannsson og Jóhannes B. Sigtryggsson.