Það er mikil nauðsyn að efla umræðuna um varnar- og öryggismál Íslands.
Kári Jónasson
Kári Jónasson

Kári Jónasson

Nú í aðdraganda kosninga hafa stjórnmálaflokkarnir verið að kynna áherslur sínar um menn og málefni fyrir væntanlegum kjósendum. Þar hafa að sjálfsögðu verið ofarlega á lista málefni tengd efnahagsmálum, svo sem lækkun vaxta, að ekki sé nú talað um húsnæðismálin. Þetta er að sjálfsögðu allt gott og blessað. Svo koma að sjálfsögðu heilbrigðismálin, menntamál, orku- og umhverfismál, samgöngumál og landbúnaðarmál hjá landsbyggðarþingmönnum og síðast en ekki síst skal nefna málefni eldri borgara og öryrkja, því þar er stór og mikill óplægður akur. Fiskveiðimálin eru ekki mikið til umræðu eins og oft áður, en fiskeldismálin og þá einkum sjókvíaeldið geta hitað upp umræðuna, enda ekki vanþörf á að ræða það mál frá öllum hliðum.

Varnar- og öryggismál

Ef við hverfum nokkur ár aftur í tímann, þá gátu varnarmálin

...