Þrátt fyrir að hafa bitið það í mig um liðna helgi að ætla sko ekki að horfa á nýjustu þættina á Stöð 2, Bannað að hlæja, ákvað ég að láta undan tuði eitt kvöldið nú í vikunni
Hlátur Auðunn Blöndal stýrir þáttunum.
Hlátur Auðunn Blöndal stýrir þáttunum.

Sonja Sif Þórólfsdóttir

Þrátt fyrir að hafa bitið það í mig um liðna helgi að ætla sko ekki að horfa á nýjustu þættina á Stöð 2, Bannað að hlæja, ákvað ég að láta undan tuði eitt kvöldið nú í vikunni. Því sé ég sannarlega ekki eftir því varla er hægt að finna fyndnari sjónvarpsþætti á þessum þúsund milljón streymisveitum sem í boði eru. Auðunn Blöndal stýrir þáttunum og Hannes Þór Halldórsson leikstýrir.

Hugmyndin er einföld, eins og nafn þáttanna ber með sér; það er bannað að hlæja. Auðunn býður fimm manns í matarboð og þau fimm sem við borðið sitja mega ekki hlæja. Svo gengur leikurinn út á að þau eiga að koma öðrum við borðið til að hlæja og vinna þannig stig. Í fyrsta þætti eru Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Jóhann Ásbjörnsson, Ríkharð Óskar Gunnarsson, Sverrir Þór Sverrisson og

...