Jólin hafa alltaf verið minn uppáhaldstími. Það að geta föndrað músastiga í skólanum og innbyrt ógrynni af sparinesti kom með ljós inn í tilveruna og kveikti vonir í brjósti. Svo var alltaf mikil jólagjafaorgía í gangi á heimilinu, sem ég elskaði og elska enn. Þrátt fyrir gleðilegar jólaminningar geta jólin líka verið erfið fyrir þá sem hafa upplifað missi.
Það er ekki til nein mælistika á það versta sem manneskjan getur upplifað. Það eru margir utanaðkomandi þættir sem spila þar inn í og svo er fólk misharðgert, eða í mismikilli afneitun.
Sjálf ætla ég ekki að dæma það – hver og einn þarf að finna sinn veg.
Fyrir fjórum árum hlakkaði ég til að koma heim úr vinnunni því fyrr um daginn fór jólablað Morgunblaðsins í prentun. Kórónuveirufaraldurinn geisaði og ég man að það var lítill gluggi opinn þarna sem við synir mínir ætluðum
...