Berghildur Jóhannesdóttir Waage fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1943. Hún lést í Eirarholti 29. október 2024.

Berghildur var dóttir Jóhannesar Björnssonar, f. 1925, d. 2002, og Jensínu Finnbjargar Ólafsdóttur Waage, f. 1924, d. 2004.

Berghildur ólst upp fyrstu 12 árin á Akureyri hjá föðurafa sínum og –ömmu en 12 ára flutti hún til Keflavíkur og bjó þar hjá Jóhannesi og konu hans Ingileif. 19 ára flutti hún síðan að Hvanneyri þar sem hún var ráðskona í mötuneyti Bændaskólans á Hvanneyri um nokkurra ára skeið. Þaðan lá leiðin í Skagafjörð um skamma hríð og svo aftur á Hvanneyri. Að lokum lá leiðin í Kópavog þar sem hún vann hjá Sýslumanni í um 20 ár.

Berghildur átti fimm systkini samfeðra; Auði Ingibjörgu, f. 1948, Kristján, f. 1948, d. 2020, Oddnýju Sigrúnu, f. 1954, Jón Má, f. 1962,

...