Við þurfum alvöru forgangsröðun, lægri skatta, enn meira húsnæði og skilvirkari þjónustu við almenning.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Loksins er vaxtalækkunarferlið komið á flug. Verðbólga fer minnkandi og stefnir nálægt verðbólgumarkmiði innan nokkurra mánaða. Gangi það eftir munum við sjá ítrekaðar og ríflegar vaxtalækkanir á næsta ári. En það er hægt að klúðra þessu plani.

Þessar gjörbreyttu horfur eru afleiðing af traustri hagstjórn síðustu ár, í gegnum áföll og afbrigðilega tíma. Síðasta vetur lögðum við mikið undir með stuðningi við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Það virðist hafa skilað sér því verðlag hefur hækkað um rétt ríflega 1% síðan þeir kjarasamningar voru undirritaðir. Í fjármálaáætlun 2025-29 var dregið allverulega úr útgjaldavexti og áframhaldandi aðhald í ríkisfjármálum tryggt þótt meira þurfi til.

Þetta skiptir máli og hefur Seðlabankinn bent á það aðhald. Allt

...