Aðventan er skemmtilegur tími, ekki síður en jólin. Það er gaman að skipuleggja dagana svo að allt gangi stresslaust fyrir sig. Þessi árstími er orðinn frjálslegri og mátti nú alveg breyta ýmsu og slaka á. Að vera búinn að öllu hefur fengið mildari merkingu og auðvitað eiga jólin fyrst og fremst að vera kærleiksrík samverustund, en ekki trylltar ræstingar og keppni í fjölda smákökutegunda,“ segir Albert en hann heldur úti hinni vinsælu matarbloggssíðu sem ber heitið Albert eldar og þar deilir hann góðum ráðum til lesenda hvernig má njóta.
Nafnið vísar til furuhneta
„Almennt séð finnst mér upplagt á aðventunni að eiga tilbúið smákökudeig í plastrúllum í ísskápnum, þá oftast gamalkunnugt súkkulaðibitadeig eða eitthvað slíkt. Þá er fljótlegt að skella í ofninn og bjóða upp á nýbakaðar smákökur og kaffi hvenær sem er. Um daginn sá ég hins vegar uppskrift að ítölskum smákökum sem ég
...