„Ég fæ mér alltaf eitthvað nýtt fyrir jólin og heillast af ríkulegum efnum.“
Það má alltaf finna tilefni fyrir svartan síðkjól.
Það má alltaf finna tilefni fyrir svartan síðkjól. — Morgunblaðið/Karítas

Gulla Bjarna er förðunarfræðingur, verslunarstjóri í Collections á Hafnartorgi ásamt því að stjórna hlaðvarpinu Í alvöru talað! með góðri vinkonu sinni Lydíu Ósk Ómarsdóttur. Þar sameinast þær í mennskunni með dass af fíflagangi. Hún segir gæðamikil efni eins og silki og slétt flauel einkenna jólatískuna í ár.

„Einnig eru metal-efni eins og gull, silfur og auðvitað allar pallíetturnar, glimmerið og perlunar líkt og síðustu ár. Fallegar og vel sniðnar dragtir sem hægt er að dressa upp og niður auðveldlega með réttum aukahlutum og margnýta við hvers kyns tilefni. Það koma alltaf fallegir kjólar á þessum árstíma og því tilvalið að kaupa sér kjól fyrir hátíðarnar sem hægt er að nota aftur á þorrablótum og árshátíðum stuttu eftir áramót,“ segir Gulla.

„Hátíðarnar eru líka hárréttur tími til þess að draga fram fínu pelsana sína jafnt sem gerviloðspelsana því

...