Pípulagninga- og hestamaðurinn Kristinn Bjarni Waagfjörð er búsettur á Selfossi en er með annan fótinn á hestabúgarði í Sviss hjá kærustu sinni, Flurinu. Hann er staddur í vinnunni, nýstiginn upp úr flensu, þegar blaðamaður nær af honum tali.
Spurður út í jólahefðir segir hann eitt ómissandi á jólunum, fyrir utan samverustundir með sínum nánustu, og það sé rjúpan. „Síðan ég var pjakkur hefur mér þótt rjúpan ómissandi hluti jólanna,“ segir Kristinn og bætir því við að hann verði helst að veiða þær sjálfur.
„Þá er allt í toppstandi.“
Það gangi þó ekki alltaf upp og í þau skipti sem hann hafi misst af veiði eða ekki fengið neitt hafi hann sætt sig við annan mat. En hann reyni að komast á rjúpu ef hann mögulega geti.
Kristinn eldar rjúpurnar á nýja mátann, léttsteikir
...