Indverski auðkýfingurinn Gautam Adani hefur verið ákærður af bandarískum saksóknara fyrir að eiga þátt í 265 milljóna dala (um 36,7 milljarða ISK) meintu samsæri um að múta indverskum embættismönnum Reuters-fréttaveitan hefur eftir bandaríska…
Ákæra<strong> </strong>Adani-samsteypan á undir högg að sækja um þessar mundir.
Ákæra Adani-samsteypan á undir högg að sækja um þessar mundir. — AFP

Indverski auðkýfingurinn Gautam Adani hefur verið ákærður af bandarískum saksóknara fyrir að eiga þátt í 265 milljóna dala (um 36,7 milljarða ISK) meintu samsæri um að múta indverskum embættismönnum

Reuters-fréttaveitan hefur eftir bandaríska ákæruvaldinu að mörg svik hafi verið framin af Adani sem hafi haft áhrif á bandaríska fjárfesta og skráð fyrirtæki í kauphöllinni vestanhafs.

Ákærurnar á hendur Adani, sem er einn ríkasti maður heims, hafa valdið því að hlutabréf og skuldabréf í Adani-samsteypunni hríðféllu í gær. Þar sem samsteypan er miðpunktur ásakana Bandaríkjamanna hætti hún við 600 milljóna dala (um 83,3 milljarða ISK) sölu skuldabréfa í Bandaríkjunum.

Handtökuskipanir hafa verið gefnar út í Bandaríkjunum á hendur Gautam Adani og frænda hans, Sagar Adani, og

...