Valhnetan barst til landanna við Miðjarðarhaf fyrir u.þ.b. tvö þúsund árum og Rómverjar og Grikkir neyttu hennar í töluverðu magni. Rómverjar trúðu að neysla á valhnetum hefði jákvæð áhrif á kynhvötina, sem er raunar ekki fjarri lagi því enn í dag er mælt með henni til að auka frjósemi karla. Hneturnar voru meðal annars notaðar til að lita ull og til að fríska andardráttinn eftir laukát. Einnig var til siðs í rómverskum brúðkaupum að brúðguminn dreifði valhnetum til ungmenna meðan þau sungu ósiðsamleg lög. Til marks um hversu mikilvæg og algeng valhnetan var í Rómaveldi þá fundust nokkrar í musteri Ísisar við uppgröft á borginni Pompeii sem grófst undir ösku árið 79 þegar eldfjallið Vesúvíus gaus.
Taldar lækka slæmt kólesteról í blóði
Valhnetur þykja með eindæmum næringarríkar enda innihalda þær u.þ.b. 65% af góðri fitu í hverjum 100 g. Fitusýrurnar í hnetunum eru taldar geta
...