xxxxxxxxxxx xxxxxxxxxx
Tinna Sædís Ægisdóttir er hæfileikaríkur bakaranemi sem hefur þegar látið ljós sitt skína. Jólabakstur er órjúfanlegur hluti af jólahaldi henni og hún nýtur þess að blanda saman íslenskum og norskum jólahefðum.
Tinna Sædís Ægisdóttir er hæfileikaríkur bakaranemi sem hefur þegar látið ljós sitt skína. Jólabakstur er órjúfanlegur hluti af jólahaldi henni og hún nýtur þess að blanda saman íslenskum og norskum jólahefðum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Bakstur er órjúfanlegur hluti af jólahaldi Tinnu. Fyrir þessi jól ætlar hún að baka jólabrauð með trönuberjum og kanil og smákökur sem kallast brúnir pinnar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Tinna vitað lengi að hana langaði til að leggja bakaraiðnina fyrir sig.

Hún er einungis 21 árs gömul og fædd á Íslandi. „Ég ólst upp hérlendis og í Noregi, sem var lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég hef starfað sem bakaranemi í rúm þrjú ár en áhuginn fyrir bakstri kom mun fyrr. Ég stefni á að klára í vor og þá loks verður sveinsprófið komið í hús,“ segir Tinna með bros á vör, en hún starfar hjá Gulla Arnari bakara í Hafnarfirði og hefur blómstrað þar í starfi.

Hverjar eru jólahefðir þínar?

„Ég get varla sagt að ég sé fastheldin á gamla siði þegar rætt er um jólabakstur, aðallega því að ég kem úr fjölskyldu sem hefur frekar gaman af því

...