Ævintýri í jólaskógi: Um er að ræða alls 198 viðburði í nóvember og desember, í Guðmundarlundi í Heiðmörk. Í ár er fimmta árið í röð sem ævintýrið fer fram, þar sem fjölskyldan gengur leiðina í gegnum skóginn með vasaljós og sér alls konar tröll,…
— Morgunblaðið/Eggert

Ævintýri í jólaskógi: Um er að ræða alls 198 viðburði í nóvember og desember, í Guðmundarlundi í Heiðmörk. Í ár er fimmta árið í röð sem ævintýrið fer fram, þar sem fjölskyldan gengur leiðina í gegnum skóginn með vasaljós og sér alls konar tröll, jólasveinanana, Grýlu, Leppalúða og persónur sem jafnvel hafa ekki sést áður. Sýningin er tæpur klukkutími og að henni lokinni er hægt að fá mynd af sér með jólasveininum og gæða sér á heitu kakói, kaffi og piparkökum. Hægt er að kaupa miða á Ævintýri í jólaskógi á tix.is.

Árbæjarsafn: Aðventan á Árbæjarsafni er æði skemmtileg. Aldargömul húsin og svæðið allt fær jólalegan blæ, á gamla vísu. Þá má nálgast skemmtilega dagskrá á Fésbókarsíðu safnsins, en í desember er allt eins hægt að búast við að sjá gömlu jólasveinunum bregða fyrir ásamt öðru spennandi fyrir börnin.

...