Ég baka þessar spesíur alltaf fyrir jólin. Mamma bjó kökurnar ávallt til og stundum voru súkkulaðidropar á þeim, þetta er æskuminning sem yljar og svo eru þær bara svo einfaldar og góðar. Þær eru úr gamalli matreiðslubók sem pabbi gaf mömmu á sínum tíma sem heitir bara Matreiðslubók og er eftir Jóninnu Sigurðardóttur en hún kom út á fyrri hluta 20. aldar,“ segir Sólveig sem er ekki bara góður kokkur og bakari heldur mikil saumakona.
„Mér finnst dásamleg hugleiðsla felast í því að sauma þjóðbúninga, það er töfrum líkt að vera með eitthvað í höndunum sem mun að öllum líkindum standa af sér tískustrauma, flíkur sem kannski verða enn í notkun eftir 100 ár, hver veit,“ segir hún.
Myndi aldrei setja upp svart tískujólatré
Sólveig segist ekki skreyta úr hófi fram um jólin. „Ég set alltaf eitthvert jólaskraut upp, oftast fáa
...