Ísak Einar Rúnarsson
Frægasti faldi fjársjóður okkar Íslendinga er vafalaust silfur Egils Skallagrímssonar. Sagan segir að Egill hafi farið í skjóli nætur ásamt tveimur þrælum og falið silfrið, en til þrælanna spurðist ekki meir og talið er að Egill hafi myrt þá til að ekki myndi spyrjast út hvar það væri niðurkomið.
Í gegnum tíðina hafa margir hugsað sér gott til glóðarinnar og freistað þess að finna fjársjóð Egils til að öðlast frægð og frama, svo ekki sé talað um fullar kistur fjár. Til dæmis var leit hleypt af stokkunum í kjölfar þess að kona ein sagði Egil hafa vitjað sín í draumi árið 2008. Silfrið hefur þó enn ekki fundist.
Fjársjóðsleit á Íslandi einskorðast þó ekki við silfur Egils, heldur er annarra falinna fjársjóða nú leitað í síauknum mæli. Fer sú leit einkum fram meðal frambjóðenda
...