Jafnvel umferðartöfum í Reykjavík og slæmu efnahagsástandi ESB er reynt að snúa á haus

Til eru ýmsar leiðir til að komast að tiltekinni niðurstöðu um mál. Ein er að velja sér heppileg viðmið og rökstyðja út frá þeim þá niðurstöðu sem ætlunin er að fá út. Í tveimur aðsendum greinum hér í blaðinu á undanförnum dögum, úr ólíkum áttum þó, hafa höfundar bent á hvernig viðmið hafa verið sérvalin til að komast að rangri niðurstöðu.

Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðingur skrifaði grein um rannsókn á umferð í Reykjavík þar sem borgin er borin saman við þrjár erlendar borgir, Bergen, Malmö og Árósa. Þennan samanburð telur Þórarinn rangan og nefnir annars vegar að horfa þurfi á borgarsvæðin í heild og þá sjáist að þessi þrjú borgarsvæði í Skandinavíu séu mun fjölmennari en höfuðborgarsvæðið. Hins vegar sé höfuðborgarsvæðið bílaborg og í bílaborgum séu umferðartafir að jafnaði minni en í öðrum borgum.

Þórarinn bendir á að

...