1Uppskriftir eru eins misjafnar og þær eru margar. Í flestum vel gerðum uppskriftum er byrjað á því að nota hráefnin sem eru efst í hráefnaupptalningunni en það er þó ekki alltaf hægt að treysta á það. Það getur komið fyrir að ekki eigi að nota allt magnið af hráefninu í einu, heldur nota kannski hluta af því seinna í uppskriftinni. Gangið úr skugga um að þið skiljið öll skrefin áður en byrjað er og takið einnig til allt sem á að nota í kökuna, það kemur í veg fyrir að þið vaknið upp við vondan draum í miðjum bakstri og ykkur vanti mikilvægt hráefni.
2 Hafið hráefni eins og smjör, egg og mjólkurvörur við stofuhita nema annað sé sérstaklega tekið fram. Bakstur er efnafræði svo ef mikill munur er á hitastigi geta hráefni skilið sig og áferðin á deiginu verður ekki jöfn. Smjör sem er við stofuhita er loftkenndara og
...