Knattspyrnumaðurinn Róbert Orri Þorkelsson er á förum frá kanadíska félaginu CF Montréal eftir að hafa verið á mála þar frá árinu 2021. Samningur Róberts er að renna út en hann lék aðeins 21 leik með liðinu í bandarísku MLS-deildinni. Róbert, sem er 22 ára, hefur verið á láni allt þetta ár hjá Kongsvinger í Noregi þar sem hann er um þessar mundir í umspili með liðinu um sæti í norsku úrvalsdeildinni.

Baldur Már Stefánsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fjölnis í körfuknattleik en hann tekur við liðinu af Borche Ilievski sem lét af störfum á dögunum til þess að taka við ÍR. Baldur Már hafði verið aðstoðarþjálfari ÍR-inga undanfarin tvö tímabil ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins.

Knattspyrnumarkvörðurinn Guðmundur Rafn Ingason er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt Stjörnuna

...