Reynir Reimarsson fæddist í Víðinesi í Fossárdal 31. janúar 1944. Hann lést á hjúkrunardeild Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað 4. nóvember 2024.

Foreldrar hans voru Reimar Magnússon, f. 13.9. 1894, d. 22.6. 1982, og Stefanía Jónsdóttir, f. 16.4. 1900, d. 29.11. 1995.

Reynir var yngstur sautján systkina, sem öll eru nú látin að undanskildum Gesti. Gestur býr í Kelduskógum á Berufjarðarströnd ásamt eiginkonu sinni Vilborgu Hjartardóttur en þar var æskuheimili Reynis.

Reynir fór ungur að heiman og vann fyrir sér við ýmis störf, þar af mikið við trésmíðar, enda þótti hann afar handlaginn. Hann eignaðist bát og reri frá Breiðdalsvík, þar sem heimili hans var lengstan hluta ævinnar, einnig var Reynir til sjós á stærri bátum. Hin síðari ár vann hann við fiskvinnslu í frystihúsinu á Breiðdalsvík

...