Ísland leikur þriðja leikinn af sex í undankeppni Evrópumóts karla í körfubolta í kvöld þegar Ítalir koma í heimsókn í Laugardalshöllina þar sem flautað verður til leiks klukkan 19.30. Eftir tvær umferðir eru Ítalir með fjögur stig, Tyrkland og Ísland tvö stig en Ungverjaland ekkert
Körfubolti
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ísland leikur þriðja leikinn af sex í undankeppni Evrópumóts karla í körfubolta í kvöld þegar Ítalir koma í heimsókn í Laugardalshöllina þar sem flautað verður til leiks klukkan 19.30.
Eftir tvær umferðir eru Ítalir með fjögur stig, Tyrkland og Ísland tvö stig en Ungverjaland ekkert. Ísland vann Ungverjaland 70:65 og tapaði afar naumlega í Tyrklandi, 76:75, í fyrstu tveimur leikjunum sem fram fóru í febrúar.
Þrjú efstu liðin komast á EM 2025 og því er nokkuð ljóst að ítalska liðið er á leið þangað. Ísland mætir Ítölum tvisvar á fjórum dögum því seinni leikurinn fer fram í Reggio Emilia á mánudagskvöldið.