Wiktor er menntaður kokkur og er nýr meðlimur í kokkalandsliði Íslands. Hann er hokinn af reynslu og hefur meðal annars starfað á Michelin-stjörnu-veitingastað á erlendri grundu.
„Ég er kominn aftur heim til landsins eftir um fjögurra ára dvöl í Noregi þar sem ég fékk þann heiður að vinna með færustu kokkum á Norðurlöndunum á stórglæsilega Michelin-stjörnu-veitingastaðnum Speilsalen í Britanniahóteli í Þrándheimi,“ segir Wiktor sem er orðinn spenntur að spreyta sig hér heima í matargerðinni.
Vill leggja fyrir sig keppnismatreiðslu
„Allir kokkarnir sem ég lærði af þar voru mjög metnaðargjarnir einstaklingar sem hafa náð árangri í matreiðslukeppnum, bæði í Noregi og á alþjóðavettvangi. Á þessum fjórum árum öðlaðist ég dýpri þekkingu á „fine dining“-matreiðslu og
...