Hjónin eru þekkt fyrir matargerð sína en þau eru fólkið á bak við Coocoo's Nest, veitingastaðinn sem sló í gegn á Grandanum í áratug. Með sameiginlegri ástríðu fyrir góðum mat og skapandi verkefnum hafa þau sett sitt mark á íslenska matarsenu.
Hann er ættaður frá Kaliforníu og er kokkur sem hefur vakið athygli fyrir frumlegar og vandaðar bragðsamsetningar sem byggjast á gæðum og ferskleika. Í dag sér hann um bröns-hlaðborð á veitingastaðnum Hnossi og eldar mat á Vínstúkunni. Þess á milli skipuleggur hann pop-up-viðburði. Íris Ann, sem einnig er ljósmyndari og í sálfræðinámi, vinnur með manninum sínum en á dögunum gáfu hjónin út matreiðslubókina Coocoo's Nest. Þar deila þau uppáhaldsuppskriftunum sínum og sögum frá ferlinum.
Jólahefðir með einstökum blæ
„Þegar við vorum með Coocoo's Nest var jólatíminn alltaf mjög sérstakur. Öll tíu
...