„Nú er mikilvægt að gefa börnunum óskipta athygli og það er eflaust það sem þau kalla eftir, símalaus tími og samvera.“
Sr. Sveinn segir kirkjubekkina þéttar setna um jólin en vanalega.
Sr. Sveinn segir kirkjubekkina þéttar setna um jólin en vanalega. — Ljósmynd/Golli

Það liggur vel á sóknarpresti Dómkirkjunnar, sr. Sveini Valgeirssyni, þegar blaðamaður nær af honun tali. Fram undan er einn annasamasti og skemmtilegasti tími kirkjunnar og ekki annað hægt að segja en að hann sé klár í slaginn.

Sveinn er kvæntur Ásdísi Auðunsdóttur forstöðumanni og saman eiga þau Sigurgeir 28 ára og Ragnar 34 ára, að auki hefur Eydís Hulda Jóhannesdóttir lengi verið þeim nákomin. Ríkidæmið felst í kynslóðum og eiga þau einnig tvö barnabörn.

Prestsferillinn

Sveinn kláraði cand. theol.-próf árið 1995. Eftir áramótin flutti hann ásamt fjölskyldu sinni vestur á Tálknafjörð og vígðist þar til Tálknafjarðarprestakalls. „Mér finnst gott að miða við aldur Sigurgeirs sonar míns því hann var níu daga gamall þegar ég vígðist,“ segir Sveinn þegar hann rifjar upp upphaf ferilsins.

„Við

...