Dýr munnbiti Bananinn fór á um 900 milljónir íslenskra króna á uppboðinu.
Dýr munnbiti Bananinn fór á um 900 milljónir íslenskra króna á uppboðinu. — AFP/Kena Betancur

Just­in Sun, sem er kín­versk­ur frum­kvöðull í raf­mynta­heim­in­um, hefur gefið það út að hann muni á næstu dög­um borða ban­ana sem hann keypti á 6,2 millj­ón­ir banda­ríkja­dala sem er jafn­virði nærri 900 millj­ón­a ís­lenskra króna. The Art Newspaper greinir frá því að bananann hafi Sun keypt á uppboði hjá Sot­heby’s í New York í fyrradag sem hluta af lista­verki ít­alska lista­manns­ins Maurizios Cattel­ans. Listaverkið sem ber heitið „Comedi­an“ eða „Grínisti“ samanstendur af banana sem festur er upp á vegg með silfurlímbandi. „Á næstu dög­um mun ég borða ban­an­ann til að heiðra sess hans í listasögunni sem og í dægurmenningunni,“ er haft eftir Sun.