Laugarásbíó, Sambíóin Egilshöll og Akureyri og Smárabíó. Heretic ★★★½· Leikstjórn og handrit: Bryan Woods og Scott Beck. Aðalleikarar: Hugh Grant, Sophie Thatcher og Chloe East. Bandaríkin, 2024. 111 mín.
kvikmyndir
Helgi Snær
Sigurðsson
Hinn mjög svo viðkunnanlegi leikari Hugh Grant sýnir á sér nýja og áður óþekkta hlið í hrollvekjandi spennumynd leikstjóranna og handritshöfundanna Bryans Woods og Scotts Becks, Heretic. Þeir sem hafa í hyggju að sjá hana ættu að forðast stikluna í lengstu lög því hún sýnir heldur of mikið og skemmir því nokkuð fyrir upplifuninni. Ef stiklan birtist á hvíta tjaldinu er betra að loka augum og stinga fingrum í eyru og vissara að lesa ekki þessa gagnrýni, þ.e. ekki fyrr en að bíóferð lokinni.
Heretic, eða Trúleysingi, fjallar í grunninn um trúarbrögð og þá ekki síst mormónatrú. Tvær af þremur aðalpersónum myndarinnar, ungar konur að nafni Barnes og Paxton, leiknar af Sophie Thatcher og Chloe
...