„Ég er mikið jólabarn. Ég skrifa og mála mest á þessum myrka árstíma því ímyndunaraflið fer á flug í skammdeginu. Ég er ekki mikið sumarbarn, sólin varpar of björtu ljósi á umheiminn. Mín listræna vinna reiðir sig kannski á flóttann inn á við, og það er auðveldara að hverfa inn í sig þegar umhverfið er kalt og stormasamt. En desember er hlýr þó að hann sé kaldur. Mig vermir við tilhugsunina um jólaljósin og hvernig þau lýsa upp frosna byggð, heimabakstur, heitt súkkulaði og jólabókaflóðið. Þetta er hátíð huggulegheitanna,“ segir hún.
— Morgunblaðið/Eggert

Þorleifur leikstýrir Ketti á heitu blikkþaki og Erna hannar leikmynd og búninga. Þegar þau eru spurð að því hvort gamall draumur sé að rætast við vinnu á verkinu segja þau svo vera.

„Þessi ameríska nýklassísk hefur alltaf höfðað til mín. Tennessee Williams tilheyrir þessari listrænu sprengingu sem varð í bandarískri leikritun á miðri síðustu öld, en nútímasjónvarpsseríur og kvikmyndir eiga rætur sínar að rekja til þessa tíma. Í verkum hans eru til að mynda rosalegar hliðstæður við þætti á borð við Succession og Yellowstone. Þetta er uppgjör við ofríki föðurins og valdastrúktúra. Umræðan um að setja þetta verk upp á Íslandi byrjaði á sama tíma og við vorum að kynnast. Þá kom í ljós að þetta er eitt af uppáhaldsverkum þínum,“ segir Þorleifur og horfir á Ernu og hún tekur undir.

„Fæðingarstund þessa verkefnis varð til í samtölunum okkar á

...