Þorleifur leikstýrir Ketti á heitu blikkþaki og Erna hannar leikmynd og búninga. Þegar þau eru spurð að því hvort gamall draumur sé að rætast við vinnu á verkinu segja þau svo vera.
„Þessi ameríska nýklassísk hefur alltaf höfðað til mín. Tennessee Williams tilheyrir þessari listrænu sprengingu sem varð í bandarískri leikritun á miðri síðustu öld, en nútímasjónvarpsseríur og kvikmyndir eiga rætur sínar að rekja til þessa tíma. Í verkum hans eru til að mynda rosalegar hliðstæður við þætti á borð við Succession og Yellowstone. Þetta er uppgjör við ofríki föðurins og valdastrúktúra. Umræðan um að setja þetta verk upp á Íslandi byrjaði á sama tíma og við vorum að kynnast. Þá kom í ljós að þetta er eitt af uppáhaldsverkum þínum,“ segir Þorleifur og horfir á Ernu og hún tekur undir.
„Fæðingarstund þessa verkefnis varð til í samtölunum okkar á
...